Færsluflokkur: Matur og drykkur

b5-orðabókin

Orðfæri vinnufélaga minna á b5 er ærið sérstakt.  Öll eru þau íslensk og ekkert þeirra er undir tvítugu, en samt tala þau gjarna eins og erlend börn sem eru að gera sitt besta í íslensku máli.

Ég tók saman nokkur dæmi um þau gullkorn sem ég hef heyrt undanfarið, þýðingar fylgja með í svigum:

flaskan er óopin (lokuð)

hnífurinn er rosalega óbeittur (bitlaus)

 kössóttur diskur(ferhyrndur)

ísinn er frosnaður (frosinn)

það er þrælt manni út hérna (þrælað)

og snilldar setningin : þetta snýst um mýkleika (mýkt)

Óneitanlega verður mér hugsað til íslensku kennarans, sem setti óvart í gang þjófavarnarkerfið í skólanum, þegar hún sláaði inn rangan kóda. (Hennar eigin orð).


Championship Manager ,nei takk.

Ég átti í gær áhugavert samtal við vin minn, umræðuefnið var, eins og svo oft áður Man Utd.  Eftir u. þ. b hálftíma spjall var ég orðin alvarlega ruglaður og hættur að geta haldið þræðinum.  Astæðan fyrir því var að þessi annars ágæti félagi minn spilar cm(championship manager) og gerði ekki alltaf greinarmun á því United liði sem ég þekki og því sem hann er að stjórna árið 2009. Því kom nokkuð flatt upp á mig þegar hann sagði mér að Van Der Saar væri hættur og Luke Steel orðin aðal markvörður, Teves væri yfirburða framherji og að illa gengi að selja Nistelroy. 

 Ef þetta væri einstakt dæmi þá væri það fyndið, en alltof margir vinir mínir, kunningjar og samstarfsmenn taka cm allt of hátíðlega, kunna formúlurnar allar utanbókar og taka ekki rökum frá fólki sem fylgist með knattspyrnu í raunheimum.

Því vill ég beina þeim tilmælum til fólks að segja mér ekki frá bikarúrslitonum 2185, hvað ófædd barnabörn Ryan Giggs eru með í leadership eða hvað Real madrid borguðu Juventus fyrir Eið Smára.

Ég þigg knattspyrnuna mína raunverulega  


RÚV

Argarþrasið í Þinginu um RÚV er að mínu viti á villigötum.  Umræðan á ekki að snúast um rekstrar form stofnunarinnar, heldur hvenær eigi að leggja báknið niður ; Núna eða strax aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Að halda úti flokkssjónvarpi fyrir almannafé er eitt, en að nota til þess fjárhæðir sem dygðu til að brauðfæða Uganda er eitthvað sem menn þurfa að svara fyrir á efsta degi.

RÚV er í besta falli tímaskekkja, leyfar frá liðinni tíð og aðhlátursefni hvar sem alvarleg fjölmiðlun er rædd.

Ég skora á Þingmenn hvar í flokki sem þeir eru að leiða umræðuna um RÚV í þann farveg sem er hvorki Þingi né Þjóð til vansa.


Glenn Roder; Atvinnuleysið uppmálað

Sá fyrir tilviljun seinni hálfleik af Newcastle-Birmingham.  Í stöðunni 1-3 veðjaði ég við Jónas að Roder yrði atvinnulaus innan sólarhrings.

 Nokkur atriði sem ég vill taka fram af gefnu til efni :

Rangstöðugildra virkar ekki nema allir varnarmennirnir séu samstíga.

Núverandi framherjar Newcastle eru 10-15 cm lægri en Alan Shearer.

"Dekkun" er ekki ofmetin.

og síðast en ekki síst: Meðvitund er lykillinn að árangri, en margir leikmenn Newcastle virtust alls ekki vera með hugan við leikinn. 


skopmyndir

Halldór B "skopmyndateiknari" (skyldi það vera aðalstarf) gerir upp síðastliðið ár í stórskemmtilegu "Bloggi" sínu.  Fyrir þá sem hafa fylgst með verkum hans í Blaðinu (oft eina ástæðan til að fletta þeim bleðli.) eða skoðað bókina sem kom út fyrir jólin (kynningareintak í Eimundson-hey ég var blankur) þá er einmitt ekki um að ræða endurtekið efni, einsog ég hélt í fyrstu heldur tekst honum að gæða myndir sem maður hefur klippt út úr blaðinu og haft fyrir augunum svo og svo lengi nýrri merkingu með knöppum en hnitmiðuðum texta. mæli með að þið kíkið á það.


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 219

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband