22.1.2007 | 02:25
b5-orðabókin
Orðfæri vinnufélaga minna á b5 er ærið sérstakt. Öll eru þau íslensk og ekkert þeirra er undir tvítugu, en samt tala þau gjarna eins og erlend börn sem eru að gera sitt besta í íslensku máli.
Ég tók saman nokkur dæmi um þau gullkorn sem ég hef heyrt undanfarið, þýðingar fylgja með í svigum:
flaskan er óopin (lokuð)
hnífurinn er rosalega óbeittur (bitlaus)
kössóttur diskur(ferhyrndur)
ísinn er frosnaður (frosinn)
það er þrælt manni út hérna (þrælað)
og snilldar setningin : þetta snýst um mýkleika (mýkt)
Óneitanlega verður mér hugsað til íslensku kennarans, sem setti óvart í gang þjófavarnarkerfið í skólanum, þegar hún sláaði inn rangan kóda. (Hennar eigin orð).
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.