Færsluflokkur: Bloggar
22.1.2007 | 15:15
Farið hefur fé betra
Maður hlýtur að gleðjast þegar þingmenn Framsóknarflokksins ákveða að draga sig í hlé.
Hjálmari Árnasyni var hafnað af flokksmönnum í prófkjöri, Guðni hlaut afgerandi kosningu í efsta sætið.
Það verður seint sagt að það sé sjónarsviftir af Hjálmari, enda seint talin skörungslegur í starfi.
Miðað við það ógagn sem framsóknarþingmenn hafa í gegnum tíðina unnið landi og þjóð, þá má kanski segja að þetta sé með betri eftirmælum sem einn úr þeirra röðum geti fengið.
Hjálmari býður nú mikið verk: Að sættast við samvisku sína vegna þeirra starfa sem hann hefur sinnt síðastliðin 12 ár.
Óska ég honum velfarnaðar í því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2007 | 14:50
Nefskattur
Ríkisstjórnin hefur viðrað hugmyndir um nefskatt til að standa straum af rekstri RÚV. Þessi hugmynd eins og aðrar sem komið hafa fram í sambandi við RÚV, sýna svo ekki verður um villst að Þingmenn eiga erfitt með að hugsa út fyrir rammann; það hefur alltaf verið til ríkisrekin flokks fjölmiðill- og því þarf alltaf að vera til ríkisrekin flokks fjölmiðill.
Það að komið sé fram á 21. öldina á greinilega ekki að hafa nein áhrif á stefnu ríkisstjörnarskrímslisins.
Hafi einhver tíma verið aðkallandi að endurnýja á vinnustað þá er það á Alþingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 357
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar